Segir það ekki allt sem segja þarf?

Ef maður er að keyra niður Gullinbrúna og er á 60 að þá fer bíllinn sjálfkrafa upp í 80-90 nema maður standi á bremsunni allan tímann, þannig segir þetta ekki bara það að það þurfi að hækka hámarkshraðann þarna? Fyrir mörgum árum var hámarkshraðinn þarna 70 en hann var lækkaður niður í 60 eftir að það var keyrt á lítinn dreng þarna, sem vill svo til að er besti vinur minn. En undanfarin ár hefur ekki verið keyrt á einn né neinn þar sem það er komin gönguleið undir brúnna, og þar sem það eru tvær akreinar báðar áttir ætti að vera löngu búið að hækka hámarkshraðann þarna, þar sem það hefur sýnt sig og sannað að 60 er of lítill hraði. Þessi rannsókn segir líka allt sem segja þarf; Hækka hámarkshraðann!
mbl.is Ríflega helmingur ók of hratt um Gullinbrú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband