Forgangsakreinin við Lækjargötu

Mér finnst forgangsakreinin við Lækjargötu vera tilgangslaus á öðrum dögum en um helgar, þar sem það er mjög oft mikil umferð þá um Lækjar- og Tjarnargötuna - og þá nægir ekki ein akrein. Mér finnst frekar heimskulegt að banna það að keyra á þessari forgangsakrein á virkum dögum þegar hún er í flestum tilvikum auð, nema á vissum álagspunktum, eins og t.d. á morgnanna, í lok vinnudags og um helgar. Ég hef samt oft tekið leigubíl þarna um helgar og hann hefur aldrei teppst út af umferð. Spurning bara hvort þessi forgangsakrein sé bara einfaldlega ónauðsynleg og ætti bara að vera breytt aftur í venjulega akrein?
mbl.is Forgangsakreinar fyrir strætó og leigubíla ekki til í lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband